Hefur ekið 3.000.000 mílur á Volvo P1800 Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 10:45 Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina! Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina!
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent