Misdýrt að eiga bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 12:15 Betra er að búa í Oregon en Georgíu er kemur að rekstri bíla. Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698). Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Bílalandið Bandaríkin er greinilega ekki eintóm hamingja fyrir bíleigendur. Það skiptir augljóslega talsverðu máli hvar þú býrð. Til að mynda er nær helmingi dýrara að eiga bíl í Georgíufylki en Oregon. Það kostar hvern bíleiganda í Georgíu nær helmingi meira að reka bíl sinn en þá sem aka um götur Oregon fylkis. Bíleigandi í Georgíu þarf að punga út að meðaltali 4.233 dollar á ári í kostnað við rekstur bíls síns og er þá átt við skatta, viðgerðir, tryggingar, bensín, vegtolla og önnur gjöld. Afskriftir af bílum er ekki meðtaldar. Sami kostnaður í Oregon er 2.204 dollarar. Næst dýrast er að eiga bíl í Kaliforníu (3.966 dollara), þriðja dýrast í Wyoming (3.938), fjórða dýrast í Rhode Island (3.913) og fimmta dýrast í Nevada (3.886). Næst ódýrast er að eiga bíl í Alaska (2.227), svo S-Dakota (2.343), Montana (2.660) og svo Indiana (2.698).
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent