Porsche ætlar Macan stóra hluti í Kína Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 15:30 Porsche Macan Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent