Hátt í fjögur þúsund gestir sáu bíl Gerlach Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 09:45 Hin sögufrægi bíll Werner Gerlach Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent