Glerbygging bræðir nærstadda bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 10:30 Glerbyggingin við Fenchurch Street í London. Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent