Fótbolti

Er Cristiano Ronaldo ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Spænska blaðið AS slær því upp á vefsíðu sinni í dag að forráðamenn Real Madrid hafi sagt við Cristiano Ronaldo að hann væri enn dýrasti knattspyrnumaður heims. Real Madrid heldur því fram að félagið hafi ekki borgað eins mikið fyrir velska landsliðsmanninn Gareth Bale.

Real Madrid segist hafa borgað Tottenham "bara" 91 milljón evra fyrir Gareth Bale (14,6 milljarðar íslenskra króna) en félagið keypti Cristiano Ronaldo frá Manchester United fyrir 96 milljónir evra sumarið 2009 sem eru um 15,4 milljarðar í íslenskum krónum.

Tottenham gaf það út á sunnudaginn að félagið hafi fengið 101 milljón evra (16,2 milljarðar íslenskra króna) fyrir Gareth Bale þegar Tottenham-menn gengu frá kaupunum um síðustu helgi.

Það er misræmi í fleiri tölum því á meðan enski fjölmiðlar halda því fram að Wales-maðurinn fái tíu milljónir evra á ári eftir skatta (1605 milljónir íslenskra króna) þá hefur AS heimildir fyrir því að Real sé "bara" að borga Bale sjö milljónir evra á ári (1123 milljónir íslenskra króna).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×