Saleen mældur 2.200 hestöfl á DYNO mæli Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2013 09:15 Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá? Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá?
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent