Saleen mældur 2.200 hestöfl á DYNO mæli Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2013 09:15 Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá? Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá?
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent