Alonso kaupir hjólreiðalið Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2013 09:15 Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso er búinn að kaupa hjólreiðaliðið Euskaltel-Euskadi fyrir 950 milljónir króna. Alonso er mikill aðdáandi hjólreiða og fyrir utan kappakstur er það hans uppáhalds sport. Fyrir 4 árum síðan ætlaði hann að starta nýju hjólreiðaliði sem byggt yrði kringum landa hans Alberto Contador, sem þá var einn besti hjólreiðamaður heims. Það gekk ekki eftir, en hann hafði greinilega ekki gleymt draumnum um að eignast hjólreiðalið. Euskaltel-Euskadi liðið hafði ekkert gengið að finna kostunaraðila fyrir liðið og allt stefndi í að liðið yrði hreinlega leyst upp. Þá hefði ekki eitt einasta lið verið frá Spáni, sem teljast verður undarlegt í ljósi þess að Spánverjar eiga marga hjólreiðamenn sem eru meðal þeirra allra fremstu í greininni. Spænski bankinn Santander, frá Baskalandi mun einnig styðja við Euskaltel-Euskadi liðið, en enginn veit ennþá hverjir munu skipa liðið á næsta tímabili, né hvort það muni skipta um nafn. Ljóst er þó að liðið mun hjóla á Colnago hjólum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent