Körfubolti

Alvarlegt slys hjá mótherjum Helenu | Tveir látnir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Gyor.
Stuðningsmenn Gyor. Mynd/Heimasíða Gyor
Ungverskir fjölmiðlar greina frá því að rúta með liðsmönnum kvennaliðs Gyor í körfubolta hafi hafnað utan vegar í dag. Tveir eru látnir og þurfti að taka fótinn af einum leikmanna liðsins við hné.

Orsök slyssins eru talin þau að bíll úr gagnstæðri átt hafi ekið inn á akbraut rútunnar. Rútubílstjórinn á að hafa reynt að forðast árekstur og sveigt út af brautinni með fyrrnefndum afleeiðingum.

Framkvæmdastjóri og þjálfari liðsins létust auk þess sem taka þurfti fótinn af 19 ára serbneskum framherja liðsins við hné. Alls voru sautján farþegar í rútunni. Flestir eru slasaðir en ekki taldir vera í lífshættu.

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir er nýgenginn í raðir Miskolc í Unverjaland. Liðið spilar í sömu deild og Gyor. Helena tjáði sig um slysið á Twitter í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×