Fótbolti

Heimir: Við viljum fylla Laugardalsvöllinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. Mynd/Valli
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir lið Albaníu á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag en íslenska karlalandsliðið mætir Albönum í undankeppni HM í Brasilíu á þriðjudaginn kemur.

„Þessir leikur eru gríðarlega mikilvægur og við viljum fá fólk á völlinn. Við viljum fylla Laugardalsvöllinn. Ég efast um það að Ísland hafi spilað mikilvægari leik í langan tíma," sagði Heimir.

„Albanía er ekki með þekktustu leikmenn í heimi, þeir spila ekki með stærstu klúbbunum og við erum ekki að fylgjast með þeim daginn út og daginn inn. Þeir eru samt númer 38 á styrkleikalistanum sem er langt fyrir ofan okkur. Það er engin tilviljun því þetta er mjög hæfileikaríkt lið," sagði Heimir.

„Það er ítalskur þjálfari með þá og það er svolítið handbragð Ítalanna á þeim. Þeir eru skipulagir, mjög vinnusamir og þetta lið er mjög líkamlega sterkt," sagði Heimir á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×