Þrír sigrar til Dalvíkur á lokamóti unglingamótaraðarinnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 22:30 Verðlaunahafar í telpnaflokki; Saga Traustadóttir, Birta Dís Jónsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Mynd/GR Lokamót sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi fór fram á Grafarholtsvelli um helgina. Leikið er í þremur aldursflokkum á mótaröðinni hjá báðum kynjum og var þetta sjöunda mót sumarsins. Flestir af efnilegstu kylfingum landsins voru á meðal keppenda. Veðurguðirnir voru ekkert sérstaklega hliðhollir okkar ungu og efnilegu kylfingum að þessu sinni og varð að fella niður fyrri umferð á laugardeginum í flokki 14 ára stráka og stelpna og einnig í flokki 15-16 ára telpna. Ágætt verður var hins vegar í dag og mörg fín skor litu dagsins ljós. Árangur Dalvíkinga í mótinu vekur helst eftirtekt. Þrír sigurvegarar af sex koma úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík sem hefur náð frábærum árangri á mótaröðinni í sumar. Þau Birta Dís Jónsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir fögnuðu sigri í sínum flokki. Arnór Snær, sem leikur í strákaflokki, lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari Grafarholtsvallar. Helstu úrslit má sjá hér að neðan. Nánari úrslit má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands.Úrslit í lokamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga:Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 82-70=152 +10 2.-3. Stefán Þór Bogason, GR 84-72=156 +14 2.-3. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 77-79=156 +14Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 84-84=168 +26 (e. bráðabana) 2. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 86-82=168 +26 3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 88-80=168 +26Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-73=147 +5 2. Björn Óskar Guðjónsson, GKJ 76-73=149 +7 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 75-75=150 +8 3.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA 76-74=150 +8Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 76 +5 2. Saga Traustadóttir, GR 80 +9 3.-4. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 82 +11 3.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 82 +11Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 70 -1 2. Ingvar Andri Magnússon, GR 73 +2 3. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 76 +5Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 77 +6 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 85 +14 3. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK 85 +14Fyrir miðju eru þeir Stefán Þór Bogason og Egill Ragnar Gunnarsson.Mynd/GRGunnhildur Kristjánsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir og Helga Kristín Gunnlaugsdóttir fóru í bráðabana um sigurinn í stúlknaflokki.Mynd/GRVerðlaunahafar í drengjaflokki; Björn Óskar Guðjónsson, Fannar Ingi Steingrímsson og Tumi Hrafn Kúld.Mynd/GRVerðlaunahafar í strákaflokki: Ingvar Andri Magnússon, Arnór Snæar Guðmundsson og Ingi Rúnar Birgisson.Mynd/GRVerðlaunahafar í stelpuflokki: Hekla Sóley Arnarsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir.Mynd/GR Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokamót sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi fór fram á Grafarholtsvelli um helgina. Leikið er í þremur aldursflokkum á mótaröðinni hjá báðum kynjum og var þetta sjöunda mót sumarsins. Flestir af efnilegstu kylfingum landsins voru á meðal keppenda. Veðurguðirnir voru ekkert sérstaklega hliðhollir okkar ungu og efnilegu kylfingum að þessu sinni og varð að fella niður fyrri umferð á laugardeginum í flokki 14 ára stráka og stelpna og einnig í flokki 15-16 ára telpna. Ágætt verður var hins vegar í dag og mörg fín skor litu dagsins ljós. Árangur Dalvíkinga í mótinu vekur helst eftirtekt. Þrír sigurvegarar af sex koma úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík sem hefur náð frábærum árangri á mótaröðinni í sumar. Þau Birta Dís Jónsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir fögnuðu sigri í sínum flokki. Arnór Snær, sem leikur í strákaflokki, lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari Grafarholtsvallar. Helstu úrslit má sjá hér að neðan. Nánari úrslit má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands.Úrslit í lokamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga:Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 82-70=152 +10 2.-3. Stefán Þór Bogason, GR 84-72=156 +14 2.-3. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR 77-79=156 +14Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 84-84=168 +26 (e. bráðabana) 2. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 86-82=168 +26 3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 88-80=168 +26Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-73=147 +5 2. Björn Óskar Guðjónsson, GKJ 76-73=149 +7 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 75-75=150 +8 3.-4. Tumi Hrafn Kúld, GA 76-74=150 +8Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 76 +5 2. Saga Traustadóttir, GR 80 +9 3.-4. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 82 +11 3.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 82 +11Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 70 -1 2. Ingvar Andri Magnússon, GR 73 +2 3. Ingi Rúnar Birgisson, GKG 76 +5Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 77 +6 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 85 +14 3. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK 85 +14Fyrir miðju eru þeir Stefán Þór Bogason og Egill Ragnar Gunnarsson.Mynd/GRGunnhildur Kristjánsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir og Helga Kristín Gunnlaugsdóttir fóru í bráðabana um sigurinn í stúlknaflokki.Mynd/GRVerðlaunahafar í drengjaflokki; Björn Óskar Guðjónsson, Fannar Ingi Steingrímsson og Tumi Hrafn Kúld.Mynd/GRVerðlaunahafar í strákaflokki: Ingvar Andri Magnússon, Arnór Snæar Guðmundsson og Ingi Rúnar Birgisson.Mynd/GRVerðlaunahafar í stelpuflokki: Hekla Sóley Arnarsdóttir, Ólöf María Einarsdóttir og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir.Mynd/GR
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira