Jepplingasala leiðir söluaukningu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2013 10:15 Honda CR-V selst eins og heitar lummur í Bandaíkjunum. Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Sala bíla í ágúst í Bandaríkjunum jókst um 17% í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Sala jepplinga jókst hinsvegar um 36%. Þetta var tíundi mánuðurinn í röð sem sala jepplinga eykst meira en heildarsalan. Sala Toyota RAV4 jókst um 50% og Honda CR-V hefur aldrei selst betur þar vestra og náði 45% vexti milli ára. Er Honda CR-V sá jepplingur sem selst í flestum eintökum til Bandaríkjamanna nú en Ford Escape er í öðru sæti. Allir framleiðendur jepplinga eiga í vandræðum með að eiga nægan lager fyrir Bandaríkjamarkað. Jepplingar náðu ríflega fjórðungi heildarsölunnar í ágúst í Bandaríkjunum og hafa nú selst 2,6 milljónir slíkra þar á árinu. Sala jepplinga í fyrra nam 23,5% heildarsölunnar. Árið 2007, þegar heildarsalan náði 16 milljónum bíla, eins og hún stefnir einmitt í í ár, var hlutur jepplinga aðeins 15% hennar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent