Kærð fyrir að senda textaskilaboð til ökumanns Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2013 08:45 Það fer ekki vel með akstri að lesa textaskilaboð Það er ekki bara viðsjárvert að lesa textaskilaboð í síma sínum við akstur heldur einnig að senda slík skilaboð til einhvers sem er akandi. Það á þó enn frekar við í henni Ameríku. Þetta gerði einmitt 17 ára stúlka þar og sendi SMS til kærasti síns. Hún vissi að hann væri á akstri. Er hann las skilaboði lenti hann í árekstri og tveir farþegar í bílnum sem hann ók á slösuðust mikið og eru nú báðir fótalausir. Kæran sem borin var fram er bæði höfðuð gegn ökumanninum sem olli árekstrinum sem og kærustu hans sem sendi skilaboðin. Kæran sem höfðuð var gegn kærustunni byggir á því að hún vissi að sinn heittelskaði væri á akstri. Dómarinn sýknaði hinsvegar kærustuna og í útskýringu sinni á sýknunni taldi dómarinn að það væri alfarið á ábyrgð ökumannsins að lesa þau skilaboð sem hann fær við aksturinn og ekki væri hægt að flytja ábyrgðina yfir á sendandann. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Það er ekki bara viðsjárvert að lesa textaskilaboð í síma sínum við akstur heldur einnig að senda slík skilaboð til einhvers sem er akandi. Það á þó enn frekar við í henni Ameríku. Þetta gerði einmitt 17 ára stúlka þar og sendi SMS til kærasti síns. Hún vissi að hann væri á akstri. Er hann las skilaboði lenti hann í árekstri og tveir farþegar í bílnum sem hann ók á slösuðust mikið og eru nú báðir fótalausir. Kæran sem borin var fram er bæði höfðuð gegn ökumanninum sem olli árekstrinum sem og kærustu hans sem sendi skilaboðin. Kæran sem höfðuð var gegn kærustunni byggir á því að hún vissi að sinn heittelskaði væri á akstri. Dómarinn sýknaði hinsvegar kærustuna og í útskýringu sinni á sýknunni taldi dómarinn að það væri alfarið á ábyrgð ökumannsins að lesa þau skilaboð sem hann fær við aksturinn og ekki væri hægt að flytja ábyrgðina yfir á sendandann.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent