Fótbolti

Tap hjá Ara og félögum í níu marka leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Daníel
Ari Freyr Skúlason og félagar í OB urðu að sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu í kvöld þegar liðið lá 3-6 á heimavelli á móti AGF í uppgjöri liðanna í 2. og 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. AGF tók annað sætið af OB með þessum sigri.

OB-liðið, sem komst í 2-0 í leiknum,  var taplaust fyrir þennan leik en hafði gert fjögur jafntefli í fyrstu sex umferðunum.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn inn á miðjunni en hann spilar sem vinstri bakvörður með íslenska landsliðinu.

OB komst í 2-0 eftir rúman hálftíma með mörkum frá þeim Rasmus Falk og Emil Larsen en AGF skoraði þrjú mörk á fimm mínútum í kringum hálfleikinn og komst í 3-2.

Morten Skoubo jafnaði metin fyrir OB á 57. mínútu en Søren Larsen kom Árósarliðinu aftur yfir á 75. mínútu leiksins. Jesper Lange og David Devdariani innsigluðu síðan sigur AGF þegar þeir skoruðu báðir á síðustu átta mínútum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×