Íslenski boltinn

Fjögur rauð í fjórum leikjum | Grindavík á toppnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjalti Már Hauksson og Pape Mamadou Faye fagna marki þess fyrrnefnda í Víkinni í kvöld.
Hjalti Már Hauksson og Pape Mamadou Faye fagna marki þess fyrrnefnda í Víkinni í kvöld. Mynd/Hjörtur Hjartarson
Hjalti Már Hauksson skoraði sigurmark Víkings gegn Leikni í 1. deild karla í kvöld. Grindvíkingar eru áfram í toppsæti deildarinnar.

Hjalti Már skoraði sigurmarkið mikilvæga á 81. mínútu leiksins. Með sigrinum komust Víkingar upp fyrir Leikni í 4. sæti deildarinnar. Víkingur hefur 30 stig en Leiknir 28 stig.

Á Akureyrarvelli sóttu Haukar þrjú stig í smiðju KA. Brynjar Benediktsson og Ásgeir Þór Ingólfsson skoruðu mörk Hafnfirðinga. Bjarki Baldvinsson jafnaði metin í millitíðinni fyrir KA. Akureyringar er í 7. sæti með 23 stig en Haukar með 31 stig í 2. sæti.

Fjölnir situr við hlið Hauka í 2. sæti deildarinnar með 31 stig en lakari markatölu eftir 2-2 jafntefli gegn Tindastóli. Haukur Lárusson og Ragnar Leósson komu heimamönnum yfir með tveimur mörkum u miðjan hálfleikinn.

Stólarnir hafa hins vegar oftar en einu sinni sýnt styrk sinn í síðari hálfleik og jöfnuðu metin. Christopher Tsonis minnkaði muninn á 87. mínútu og Steven Beattie jafnaði metin úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu í viðbótartíma.

Illugi Þór Gunnarsson og Þórður Ingason voru reknir af velli undir lok leiksins og sömuleiðis Rodrigo Morin, leikmaður Stólanna.

Grindavík heldur toppsætinu í deildinni eftir 2-1 sigur á Þrótti. Andri Björn Sigurðsson kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Óli Baldur Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson skoruðu mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik og tryggðu Grindvíkingum sigur. Aron Ýmir Pétursson var rekinn af velli á 58. mínútu.

Grindavík hefur tveggja stiga forskot á Hauka og Fjölni á toppnum. Þróttur er í 10. sæti með 17 stig.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×