Fótbolti

Neymar tryggði Barcelona jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Villa fagnar marki sínu.
David Villa fagnar marki sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Atlético Madrid og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í fyrri leik sínum í spænska ofurbikarnum en það eru tveir leikir á milli spænsku meistarana og spænsku bikarmeistaranna frá árinu á undan. Neymar tryggði Barcelona jafntefli sjö mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.

David Villa, var seldur frá Barcelona til Atlético Madrid, fyrir þetta tímabil og það var hann sem kom Atlético í 1-0 strax á 12. mínútu eftir sendingu Tyrkjans Arda Turan.

David Villa fagnaði markinu vel og ætlaði sér greinilega að senda forráðamönnum Barcelona tóninn en honum var fórnað eftir að Barcelona keypti Neymar frá Santos.

Neymar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 66. mínútu eftir sendingu landa síns Dani Alves.

Neymar og Lionel Messi spiluðu ekki saman í kvöld því Messi var tekinn af velli í hálfleik.

Seinni leikur liðanna fer síðan fram á Camp Nou í Barcelona eftir eina viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×