Aðildarumsókn Íslands ekki verið afturkölluð 23. ágúst 2013 16:40 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð. ESB-málið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð.
ESB-málið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira