Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2013 22:04 Mynd/Daníel Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. "Ég er mjög stoltur af liðinu. Ég átti samt ekki von á því að við myndum tryggja okkur titilinn í dag og það var enginn að spá í því. Það var gaman að vinna núna samt því við spiluðum rosalega vel í kvöld. Maður sá tímabilið eiginlega í hnotskurn hér í kvöld," sagði Þorlákur en hvernig var þetta tímabil í hnotskurn? "Rosalega góð liðsheild. Við misstum mikið fyrir tímabilið en það hefur lítið verið fjallað um það. Við missum Gunnhildi Yrsu fyrirliða og Ashley Bares og fleiri. Það fóru fjórir eða fimm úr byrjunarliðinu. "Við fengum líka til baka leikmenn eins og Írunni sem var stórkostleg í kvöld. Púslin féllu einhvern veginn vel saman. Það kom mér á óvart að þetta skildi allt ganga upp." Þorlákur segir að það hafi ekki verið spurning að láta stelpurnar vita í hálfleik af tíðindunum úr öðrum leikjum og að þær gætu orðið meistarar með sigri. "Við gerðum þetta í hálfleik árið 2011 er Valur tapaði í Eyjum og við vorum að spila gegn Breiðablik. Við vorum svo lélegar að við gátum ekki annað. Það virkaði fínt," sagði Þorlákur. Það hefur komið mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Stjarnan hefur haft í sumar. Hver er ástæðan fyrir því að Stjörnuliðið er svona langbest? "Það er einstök stemning og mórall í þessu liði. Ég held ég hafi aldrei þjálfað svona lið. Það er talað um að þetta séu konur en þetta eru bara menn. Ég skora á fólk að koma með þeim í lyftingasalinn," sagði Þorlákur og hló dátt. "Metnaðurinn er gríðarlegur og leikmenn eru að bæta sig á hverju einasta ári. Við erum með miklu betra lið en þegar við vorum meistarar árið 2011. "Ég átti samt aldrei von á að við hefðum þessa yfirburði. Það er ótrúlegt hvernig liðið púslaðist saman. Írunn hefur til að mynda alltaf spilað miðvörð eða bakvörð og við setjum hana í stöðuna hennar Gunnhildar fremst á miðjunni. Come on, á það bara að ganga upp? Þetta er ótrúlegt hvernig stelpurnar hafa verið. "Það eru leikmennirnir í liðinu sem fólkið í stúkunni tekur ekki alltaf eftir sem eru að gera gæfumuninn. Við vitum að Harpa er besti maður deildarinnar og að Sandra er besti markvörðurinn. Það eru samt hinir leikmennirnir sem gera gæfumuninn."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn