Gastrukkur springur 36 sinnum Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2013 12:45 Hvar nást skringilegustu myndir af óvenjulegum atburðum, nema í Rússlandi. Vegfarandi á rússneskum vegi náði þessum myndum af flutningabíl með fullan farm af gashylkjum sem lent hefur í óhappi og springur í loft upp, í 36 sprengingum alls. Própangashylkin springa hvert af öðru, enda leikur um þau mikill eldur og úr verður heilmikið sjónarspil. Umferð á þessari margra akreina vegi stöðvast algerlega meðan á þessu stendur, enda fljúga partar af gashylkjunum langar leiðir í kjölfar hverrar sprengingar. Myndskeiðið er meira en 7 mínútur og sprengingarnar virðast yfirstaðnar eftir ríflega 5 mínútur, en byrja svo aftur í lok þess. Sannarlega mögnuð sjón. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Hvar nást skringilegustu myndir af óvenjulegum atburðum, nema í Rússlandi. Vegfarandi á rússneskum vegi náði þessum myndum af flutningabíl með fullan farm af gashylkjum sem lent hefur í óhappi og springur í loft upp, í 36 sprengingum alls. Própangashylkin springa hvert af öðru, enda leikur um þau mikill eldur og úr verður heilmikið sjónarspil. Umferð á þessari margra akreina vegi stöðvast algerlega meðan á þessu stendur, enda fljúga partar af gashylkjunum langar leiðir í kjölfar hverrar sprengingar. Myndskeiðið er meira en 7 mínútur og sprengingarnar virðast yfirstaðnar eftir ríflega 5 mínútur, en byrja svo aftur í lok þess. Sannarlega mögnuð sjón.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent