Grillað með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:06 Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent