Porsche Macan spæjaður Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 11:45 Ljósmyndir af endanlegri útgáfu nýja sportjepplings Porsche sem fengið hefur heitið Macan náðust á dögunum. Er bíllinn um margt líkur stóra bróður hans, Porsche Cayenne. Bíllinn er byggður á sama grunni og Audi Q5 jepplingurinn en bæði Porsche og Audi eru í eigu Volkswagen. Macan verður þó breiðari og lægri en Audi Q5 og fær öflugar vélar. Macan mun í fyrstu koma í tveimur útgáfum, þ.e. S og Turbo og verða vélar þeirra 340 og 400 hestafla. Báðar eru vélarnar 3,0 lítra og sex strokka og styðjast við tvær forþjöppur. Því er um mjög öflugan jeppling að ræða sem samt mun kosta talsvert minna en Cayenne jeppinn og mun þessi nýi bíll líklega auka verulega sölu Porsche, sem náð hefur að auka sölu sína verulega með bílgerðunum Cayenne og Panamera á síðustu árum. Porsche Macan mun keppa við jepplingana Range Rover Evoque, BMW X3 og X4, Audi Q5 og Mercedes Benz GLK. Macan verður fyrst kynntur á bílasýningunni í Los Angeles í haust og búist er við því að lægsta verð hans verði 45.000 dollarar, eða 5,4 milljónir. Dýrari verður hann þó hingað kominn. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent
Ljósmyndir af endanlegri útgáfu nýja sportjepplings Porsche sem fengið hefur heitið Macan náðust á dögunum. Er bíllinn um margt líkur stóra bróður hans, Porsche Cayenne. Bíllinn er byggður á sama grunni og Audi Q5 jepplingurinn en bæði Porsche og Audi eru í eigu Volkswagen. Macan verður þó breiðari og lægri en Audi Q5 og fær öflugar vélar. Macan mun í fyrstu koma í tveimur útgáfum, þ.e. S og Turbo og verða vélar þeirra 340 og 400 hestafla. Báðar eru vélarnar 3,0 lítra og sex strokka og styðjast við tvær forþjöppur. Því er um mjög öflugan jeppling að ræða sem samt mun kosta talsvert minna en Cayenne jeppinn og mun þessi nýi bíll líklega auka verulega sölu Porsche, sem náð hefur að auka sölu sína verulega með bílgerðunum Cayenne og Panamera á síðustu árum. Porsche Macan mun keppa við jepplingana Range Rover Evoque, BMW X3 og X4, Audi Q5 og Mercedes Benz GLK. Macan verður fyrst kynntur á bílasýningunni í Los Angeles í haust og búist er við því að lægsta verð hans verði 45.000 dollarar, eða 5,4 milljónir. Dýrari verður hann þó hingað kominn.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent