Toyota yfir 10 milljónir bíla í ár Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 13:45 Toyota mun halda titlinum stærsti bílaframleiðandi heims í ár Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Ef áætlanir Toyota fyrir þetta ár standast verður fyrirtækið það fyrsta til að framleiða og selja yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Toyota seldi rétt undir 10 milljónum bíla á síðasta ári og var fyrir vikið stærsti framleiðandi ársins 2012 og náði aftur titlinum af General Motors frá árinu 2011, en bæði GM og Volkswagen framleiddu fleiri bíla það ár en Toyota vegna jarðskjálftans stóra í Japan sem hamlaði verulega framleiðslu Toyota þá. Aðeins þriðjungur bílanna í ár verður framleiddur í heimalandinu Japan, eða 3,3 milljónir bíla en spá Toyota er um framleiðslu 10,1 milljón bíla. Því lítur út fyrir að Toyota muni halda titlinum á milli ára. Það sem helst hjálpar Toyota að ná þessu takmarki sínu er mikil eftirspurn eftir Hybrid bílum fyrirtækisins í heimalandinu sem og lækkun japanska yensins sem hjálpar því að selja bíla í öðrum löndum. Í sölutölum Toyota er einnig sala Daihatsu og Hino bíla, en bæði fyrirtækin eru í eigu Toyota.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent