Framleiðsla á Ferrari eftirhermum stöðvuð Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 08:45 Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Lögreglan á Spáni lokaði verkstæði í Valencia þar sem smíðaðar voru eftirhermur af Ferrari bílum. Þegar lögreglan kom í heimsókn voru 17 bílar langt komnir í smíðinni og 3 þeirra tilbúnir til sölu. Bílarnir voru af gerðunum Ferrari F430, F430 Spider og 458 Spider. Bílana smíðuðu þessir óprúttnu bílasmiðir uppúr Pontiac Fiero bílum en svo vel hafði þeim tekist til við smíðina að það þurfti augu þeirra sem þekkja vel til Ferrari bíla til að sjá muninn á ytra byrði þeirra, þó erfitt hljóti að reynast að ná aksturgæðum og vélum Ferrari bíla. Á verkstæðinu fundust einnig tvær eftirmyndir Aston Martin bíla sem til stóða að selja gegnum netið, eins og „Ferrari/Fiero“ bílana. Alls voru 8 starfsmenn handteknir og ekki er víst að þeir hefji störf aftur á næstunni. Sá sem hafði látið lögregluna vita rekur eitt söluumboða Ferrari á Spáni. Svo langt hafði verið gengið við smíðina að þeir hlutir sem ekki reyndist unnt að herma eftir voru hreinlega frá Ferrari. Sjá má myndskeið frá heimsókn lögreglunnar hér að ofan.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent