Rafmagnsreiðhjól sem heldur 80 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 10:15 Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent