Útlitsbreytingar í Nissan Juke slá í gegn Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 11:45 Um margt er að velja fyrir þá sem vilja gera sinn Nissan Juke sérstakan útlits. Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Nissan Juke stendur sannarlega út úr fjöldanum fyrir óvenjulegt útlit sitt, en margir hafa greinilega áhuga á að gera hann enn sértakari útlits. Nissan kynnti heilmikið framboð af litaglöðum aukahlutum í bílinn í fyrra og gríðarvel hefur verið tekið í þessa nýjung. Nissan bauð í fyrstu 11 mismunandi útfærslur og 8 mismunandi liti á þessum aukahlutum. Hlutirnir sem um ræðir eru 17 tommu álfelgur, vindskeið að aftan, litaglaðar hliðarplötur og umgjarðir utanum framljósin. Nissan hefur nú bætt við þremur nýjum litum og 18 tommu álfelgum sem fá má silfraðar, svartar eða metalgráar. Fyrir innra byrði bílsins má einnig fá jafn litaglaðar innsettningar í mælaborð, hurðir bílanna, umgjörð um loftinntök og gólmottur í sömu litum og aukahlutina að utanverðu. Til að auðvelda kaupendum að sjá hvernig bílar þeirra muni líta út eftir breytingarnar hefur Nissan útbúið þrívíddarsýn á tölvuskjá þar sem þeir geta virt fyrir sér endanlegt útlit.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent