Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2013 17:23 Keilismenn unnu Sveitakeppni karla. Mynd/GSÍmyndir.net Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira