Saab verksmiðjurnar gangsettar að nýju Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2013 15:32 Verksmiðja Saab í Trollhättan Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Í næsta mánuði mun framleiðsla hefjast aftur í Saab bílaverksmiðjunum í Trollhättan í Svíþjóð. Þar verða framleiddir Saab 9-3 bílar sem ganga fyrir rafmagni, en einnig hefðbundnir 9-3 bílar með forþjöppuvélar. Kínversk-japanska eignarhaldsfélagið National Electric Vehicle Sweden keypti Saab eftir gjaldþrot þess með það í huga að framleiða rafmagnsbíla en notast samt við framleiðslubíla Saab. Nokkrum erfiðleikum er bundið að hefja framleiðsluna þar sem talsvert af birgjum Saab lögðu upp laupana við gjaldþrotið. Í fyrstu verða aðeins framleiddir hefðbundnir Saab bílar sem ganga fyrir bensíni, en á næsta ári verða smíðaðir rafmagnsbílar í sama útliti. Einir 400 starfsmenn eru nú að störfum í Trollhättan við að undirbúa framleiðsluna og síðan bætast 180 við þegar framleiðslan sjálf hefst. Nýja Saab á eftir að setja upp sölukerfi, en öllum söluumboðum fyrirtækisins var að sjálfsögðu lokað við gjaldþrotið. Ólíklegt þykir að rafmagnsbílarnir nýju með Saab merki verði seldir í Bandaríkjunum í fyrstu, en horft til Evrópu og Asíu í upphafi.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent