"Ekki risastór fjárhagslegur pakki” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 08:33 Mlakar í baráttunni við Sigfús Sigurðsson á HM 2007. Nordicphotos/Getty „Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
„Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira