Íslenski boltinn

„Strákarnir ættu að taka stelpurnar sér til fyrirmyndar”

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson. Mynd/Valli
„Við vorum einmitt að ræða þetta fyrir nokkrum dögum í KSÍ og lagt til að strákarnir tækju stelpurnar sér til fyrirmyndar," segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Þetta var svar hans þegar hann var spurður út í frammistöðu karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar kæmi að því að syngja þjóðsönginn á beinni línu á DV.is í dag.

Lesendur DV hafa nýtt tækifærið vel og spurt Geir út í hans skoðun sem við kemur Aroni Jóhannssyni og þeirri staðreynd að hann kjósi að spila fyrir bandaríska landsliðið.

„Mikill meirihluti Íslendinga vill að Íslendingar leiki fyrir þjóð sína ef þeir eru til þess valdir. Við höfum ekki birt neinar dylgjur heldur upplýsingar frá fyrstu hendi," segir Geir.

KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum vegna málsins sem hefur verið töluvert gagnrýnd.

„Ég vona enn að hann leiki fyrir Ísland. Ég finn ekki fyrir neinni pressu enda að berjast fyrir hagsmuni íslenskrar knattspyrnu. Ég þoli alveg að allir séu ekki sammála mínum skoðunum."

Aðspurður hvort hann telji yfirlýsinguna hafa verið yfir strikið segir Geir:

„Nei alls ekki, sannleikurinn er sagna bestur. Málið er alvarlegt fyrir íslenska knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×