Íslenski boltinn

Kári skipti yfir í Kára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Steinn Reynisson.
Kári Steinn Reynisson. Mynd/Stefán
Kári Steinn Reynisson, þriðji leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild frá upphafi, var einn af þeim sem skiptu um lið á lokadegi félagsskiptagluggans. Kári gekk þá til liðs við Kára, sem spilar í 3. deild karla og er frá Akranesi.

Kári Steinn spilaði síðast með ÍA sumarið 2008 en hann á að baki 203 leiki fyrir félagið í efstu deild auk þess að spila eitt tímabil með Leiftri á Ólafsfirði. Það eru bara Pálmi Haraldsson og Guðjón Þórðarson sem hafa spilað fleiri leiki með Skagamönnum í efstu deild.

Káramenn eru í fallbaráttunni í 3. deildinni en liðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu tólf leikjum sínum. Það er ljóst að Kári Steinn, sem er 39 ára gamall, myndi hjálpa liðinu mikið ef kappinn er í formi en þessi fjölhæfi leikmaður spilaði í mörgum leikstöðum í Skagaliðinu á sínum tíma.




Tengdar fréttir

Davíð Þór semur við FH til 2015

Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson er genginn í raðir FH frá Vejle í Danmörku. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ.

Vænir bitar til Framara

Karlalið Fram í efstu deild í knattspyrnu fékk til liðs við sig tvo öfluga leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

Eyjamenn fá framherja frá Úganda

Eyjamenn náðu að styrkja lið sitt rétt undir lok félagaskiptagluggans en Úgandamaðurinn Aziz Kemba gekk í raðir ÍBV í kvöld.

Dingong Dingong í KR

Markvörðurinn François Ebenezer Dingong Dingong hefur gengið til liðs við KR. Dingong hefur æft með karlaliði félagsins undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×