Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Axel keppa á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 16:30 Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/GSÍmyndir.net Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira