Tesla kemur aftur á óvart með hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 11:58 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kom flestum á óvart með því að skila hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og áttu fáir von á að Tesla myndi skila hagnaði á neinum öðrum ársfjórðungi þessa árs. Annað kom í ljós í gær, því hagnaður annars ársfjórðungs nam 0,2 dollurum á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 0,17 dollara tapi á hvern hlut. Tesla afhenti 5.150 Model S bíla á öðrum ársfjórðungi og er sá fjöldi bíla meiri en markaðurinn hafði spáð. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Tesla 4.750 bíla. Báða þessa ársfjórðunga seldi Tesla fleiri lúxusbíla í Bandríkjunum í stærðarflokki Model S bílsins en hver hinna þýsku lúxusbílaframleiðenda. Er þá átt við bílana Mercedes Benz S-Class, BMW 7-línuna og Audi A8. Tesla hefur hækkað söluspá sína fyrir þetta ár, frá 20.000 bílum í 21.000.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent