Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Sigmar Sigfússon á Samsung-vellinum skrifar 8. ágúst 2013 17:17 Mynd/Daníel Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Stjörnuliðið jók forskot sitt um tvö stig þar sem að Breiðablik tapaði fyrir Val á sama tíma. Það styttist því í það að Stjörnuliðið fari að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en liðið er búið að vinna alla ellefu deildarleiki sína í sumar. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 69. mínútu, hennar þrettánda í Pepsi-deildinni, og Glódís Perla Viggósdóttir skoraði síðan annað markið með skalla eftir aukaspyrnu Dönka Podovac á 76. mínútu. Harpa innsiglaði sigurinn á lokamínútunni eftir laglegan einleik. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur í upphafi og liðin lengi að finna taktinn. Veðrið setti strik í reikninginn og sendingar rötuðu illa á samherja. Stjarnan átti fyrri hálfleikinn nánast skuldlausan. Pressan að marki Þór/KA var ansi stíf á köflum og engu líkara að aðeins eitt lið væri inn á vellinum. Norðanstúlkur vörðust þó vel og átti markmaður þeirra, Victoria Alanzo, frábæran leik í markinu. Staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkur uppteknum hætti og sóttu stíft á Þór/KA. Þær norðlensku komu sér þó ögn meira inn í leikinn þegar leið á. Það var svo á 69. mínútu leiksins sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir en hún leik laglega á vörn Þórs/KA og skoraði fínt mark. Annað markið í leiknum skoraði Stjarnan einnig. Það kom upp úr aukaspyrnu á 76. mínútu sem var alveg við hornfánan. Danka Podovac sendi boltann inn í teig og hin unga Glódís Perla Viggósdóttir kom á fleygi ferð og skallaði í markið. Eftir seinna markið var það aldrei spurning hver tæki stigin þrjú hérna í kvöld. En Stjörnustúlkur voru ekki saddar og Harpa skoraði sitt annað mark og þriðja mark leiksins á 90. mínútu. Stjörnustúlkur eru enn taplausar í Pepsi-deild kvenna og styrkti stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Harpa: Við erum að einbeita okkur að stóra titlinumHarpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði tvö mörk. „Ég er hrikalega sátt við liðið. Við höfum verið í vandræðum með Þór/KA á heimavelli þannig að við erum gríðalega sáttar með þrjú stig hérna í kvöld,“ sagði Harpa. „Við erum að taka þrjú stig af liði sem er í efstu 5. sætunum í deild sem færir okkur enn nær markmiði okkar,“ sagði Harpa og bætti við „Það var mjög fúlt að tapa fyrir þeim í bikarnum og ég var ekki með í þeim leik sem var enn verra. Við erum auðvitað að einbeita okkur að stóra titlinum og tókum stórt skref í átt að honum í kvöld," sagði Harpa að lokum. Jóhann Kristinn: Gáfum þeim of mörg færi„Þegar þú færð á þig mark þá brotnar eitthvað og það gerðist svo sannarlega hérna í kvöld. Við vorum að verjast ágætlega á tímabili en fyrri hálfleikur leit hræðilega út fyrir okkur þó svo að ekkert mark hafi komið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir leikinn. „Þær voru að sækja og við ætluðum að leyfa þeim það en gáfum þeim helst til of mörg færi á okkur,“ sagði Jóhann. „Mér fannst þær standa sig vel á löngum köflum í leiknum. Það komu inn stelpur sem hafa ekkert spilað í sumar og stöðu sig ágætlega ásamt góðum leik hjá Victoriu í markinu. Það er það sem við tökum út úr þessum leik hérna í kvöld.“ Sagði Jóhann að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn