Unnu 17,6 milljarða og keyptu sér notaðan bíl Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 12:30 Hjónin heppnu Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Í vikunni unnu þessi hjón í Minnesota 17,6 milljarða króna í lotteríi. Þrátt fyrir það eru þau greinilega ekki að missa sig í eyðsluseminni og þeirra fyrstu kaup voru notaður bíll af gerðinni Acura NSX. Hann kostaði þau hjónin 30.000 dollara, eða þrjár og hálfa milljón króna. Er það einn fimmþúsundasti af verðlaunaupphæðinni, svo nóg er eftir. Smekkur hjónanna verður samt að teljast góður því þessi bíll þykir afar góður akstursbíll og er sportbíll af fallegri gerðinni. Acura er lúxusbílamerki Honda og markaðssett aðeins í Bandaríkjunum og Kanada. Flestir þeir sem vinna svona upphæðir kaupa sér frekar glænýja Rolls Royce eða Lamborghini, svo þessi kaup þeirra verða að teljast óvenjuleg og hógvær. Acura NSX bíllinn var framleiddur á árunum 1990 til 2005 og hefur hann því ekki verið framleiddur síðastliðin 8 ár. Honda ætlar að koma fram með nýjan Acura NSX árið 2015 og þá er spurning hvort hjónin leggi bara ekki strax inn pöntun fyrir einum slíkum. Acura NSX er laglegur sportbíll
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent