RS útgáfur Evoque og Range Rover Sport Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 12:45 Range Rover Sport Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent
Jaguar og Land Rover merkin eru í eigu sama aðila, hins indverska Tata. Jaguar bíla má marga hverja fá í RS ofuröflugum útgáfum, en nú stendur einnig til að tveir bílar Land Rover muni einnig bjóðast þannig, þ.e. Range Rover Sport og Evoque jepplingurinn. Afl þeirra verður ógnvænlegt en Range Rover Sport RS bíllinn mun fá 542 hestafla V8 vél og Evoque RS 300 hestafla, 2,0 lítra EcoBoost vél. Rang Rover Sport RS bíllinn verður 4,5 sekúndur í hundraðið með þessari vél, aðeins 0,1 sekúndu seinni en Jaguar XJR. Evoque RS bíllinn verður tilbúinn til sölu fyrr og stendur kaupendum til boða jafnvel strax á þessu ári, en Range Rover Sport RS á næsta ári.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent