Ótrúlegur lokahringur tryggði Mickelson titilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. júlí 2013 17:45 Mickelson fagnar fugli á 18. holu Mynd/Gettyimages Phil Mickelson tryggði sér sinn fyrsta sigur sinn á Opna breska meistaramótinu með ótrúlegri spilamennsku á Muirfield vellinum í Edinborg, Skotlandi. Mickelson sem var tveimur höggum yfir pari fyrir daginn í dag spilaði hringinn nánast óaðfinnanlega og setti niður sex fugla og aðeins einn skolla. Þar af fékk hann fjóra fugla á seinustu sex holunum, endaði á 281 höggi og náði öruggri forystu. Lee Westwood sem leiddi fyrir daginn í dag átti erfiðan lokahring og lauk á 285 höggum eða einu höggi yfir pari eftir að hafa byrjað daginn þremur undir. Næstu menn, Tiger Woods og Hunter Mahan náðu sér heldur ekki á strik og enduðu þeir báðir 2 höggum yfir pari jafnir í sjötta sæti. Þetta var fyrsti sigur Mickelson á Opna breska en hann hafði næst komist sigri árið 2011 þegar hann endaði í öðru sæti. Mickelson hefur nú unnið þrjú af fjórum stórmótunum, það er Masters mótið, PGA meistaramótið og Opna breska en hann bíður enn sigurs á Opna Bandaríska. „Ég er gríðarlega stoltur, ég vissi ekki hvort ég myndi einhvertímann ná að vinna þennan titil en að gera þetta á þennan hátt. Ég spilaði sennilega eitt besta golf sem ég hef spilað og að hafa náð það á þessum tíma er frábært, ég vill bara þakka kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu mig og öllum sem komu að mótinu," sagði Mickelson við verðlaunaafhendinguna. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson tryggði sér sinn fyrsta sigur sinn á Opna breska meistaramótinu með ótrúlegri spilamennsku á Muirfield vellinum í Edinborg, Skotlandi. Mickelson sem var tveimur höggum yfir pari fyrir daginn í dag spilaði hringinn nánast óaðfinnanlega og setti niður sex fugla og aðeins einn skolla. Þar af fékk hann fjóra fugla á seinustu sex holunum, endaði á 281 höggi og náði öruggri forystu. Lee Westwood sem leiddi fyrir daginn í dag átti erfiðan lokahring og lauk á 285 höggum eða einu höggi yfir pari eftir að hafa byrjað daginn þremur undir. Næstu menn, Tiger Woods og Hunter Mahan náðu sér heldur ekki á strik og enduðu þeir báðir 2 höggum yfir pari jafnir í sjötta sæti. Þetta var fyrsti sigur Mickelson á Opna breska en hann hafði næst komist sigri árið 2011 þegar hann endaði í öðru sæti. Mickelson hefur nú unnið þrjú af fjórum stórmótunum, það er Masters mótið, PGA meistaramótið og Opna breska en hann bíður enn sigurs á Opna Bandaríska. „Ég er gríðarlega stoltur, ég vissi ekki hvort ég myndi einhvertímann ná að vinna þennan titil en að gera þetta á þennan hátt. Ég spilaði sennilega eitt besta golf sem ég hef spilað og að hafa náð það á þessum tíma er frábært, ég vill bara þakka kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu mig og öllum sem komu að mótinu," sagði Mickelson við verðlaunaafhendinguna.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira