Svissneski herinn kaupir 4.189 Mercedes Benz G-Class Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 14:30 Nýi Mercedes Benz G-Class herjeppinn Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent
Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent