Chevrolet Spark EV með meira tog en Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 08:45 Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent
Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent