Gleymdi bílnum á ströndinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 10:18 Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent
Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent