Gleymdi bílnum á ströndinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 10:18 Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent
Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent