Gleymdi bílnum á ströndinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 10:18 Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent