Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Eyþór Atli Einarsson á Samsung-velli skrifar 26. júlí 2013 12:28 Kayla Grimsley í vítateig Stjörnunnar í kvöld. Kayla fór meidd af velli í leiknum. Mynd/Stefán Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan hafði unnið alla sína leik bæði í deild og bikar þegar kom að leiknum í kvöld. Þór/KA hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar í deildinni eftir að liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en lykilmenn liðsins hafa glímt við meiðsli. Einn þeirra, Sandra María, skoraði markið mikilvæga á 82. mínútu leiksins. Þetta var um leið fyrsta markið sem Stjarnan fær á sig í bikarnum í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárnákvæma sendingu beint á kollinn á Söndru Maríu sem skallaði boltann í netið. Leikurinn var mjög tilþrifalítill og var markið næstum það eina sem vert er að nefna í leikslok. Bæði lið voru mjög varkár og vildu ekki gefa færi á sér. Færin voru af skornum skammti og helstu marktilraunir heimakvenna voru skot langt utan af velli. Þór/KA varð fyrir skakkafalli þegar Kayla June Grimsley var borin af velli eftir samstuð við Söndru Sigurðardóttur, markmann Stjörnunnar. Kayla hágrét og leit út fyrir að meiðsli hennar væru alvarleg. Það er greinilegt að nokkurra vikna hlé hefur haft áhrif á leikmenn og má líkja þessum leik svolítið við fyrsta leik að vori. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleik þann 24. ágúst. Blikar mörðu 1-0 sigur á b-deildarliði Fylkis í Kópavogi fyrr í kvöld. Þorlákur: Við breytum ekki vatni í vín„Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum. Sandra María Jessen: Bikarinn er á leiðinni norðurMaður verður að vera ánægður með þetta. Við spiluðum vel allan leikinn og megum vera stoltar.“ sagði hetja Þórs/KA, Sandra María Jessen eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við eiga leikinn allan tímann og þetta var mjög sanngjarn sigur.“ Sandra María skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Katrínar Ásbjörnsdóttur. „Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega í svona stórum leikjum. Ekki verra að gera það með höfðinu, það er ekki oft sem ég geri það. Katrín gerði vel og gaf klassa sendinu sem fór beint á kollinn á mér.“ Sandra María er að jafna sig á erfiðum meiðslum en segist sjálf vera komin í fínt stand. Hún er einnig alveg handviss um það að bikarinn sé á leiðinni norður yfir heiðar. Þór/KA mun mæta Breiðablik í úrslitaleiknum. „Við ætlum að klára bikarinn í ár. Það er alveg klárt að hann er að koma til Akureyrar. Það er fínt að fá Breiðablik. Við förum eins í alla leiki og við ætlum að vinna þá. Skiptir engu á móti hverjum við spilum. Við ætlum okkur að vinna. Ég er 100% viss um það að bikarinn sé á leiðinni norður.“ sagði markaskorarinn kampakát að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan hafði unnið alla sína leik bæði í deild og bikar þegar kom að leiknum í kvöld. Þór/KA hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar í deildinni eftir að liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en lykilmenn liðsins hafa glímt við meiðsli. Einn þeirra, Sandra María, skoraði markið mikilvæga á 82. mínútu leiksins. Þetta var um leið fyrsta markið sem Stjarnan fær á sig í bikarnum í sumar. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þá hárnákvæma sendingu beint á kollinn á Söndru Maríu sem skallaði boltann í netið. Leikurinn var mjög tilþrifalítill og var markið næstum það eina sem vert er að nefna í leikslok. Bæði lið voru mjög varkár og vildu ekki gefa færi á sér. Færin voru af skornum skammti og helstu marktilraunir heimakvenna voru skot langt utan af velli. Þór/KA varð fyrir skakkafalli þegar Kayla June Grimsley var borin af velli eftir samstuð við Söndru Sigurðardóttur, markmann Stjörnunnar. Kayla hágrét og leit út fyrir að meiðsli hennar væru alvarleg. Það er greinilegt að nokkurra vikna hlé hefur haft áhrif á leikmenn og má líkja þessum leik svolítið við fyrsta leik að vori. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleik þann 24. ágúst. Blikar mörðu 1-0 sigur á b-deildarliði Fylkis í Kópavogi fyrr í kvöld. Þorlákur: Við breytum ekki vatni í vín„Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum. Sandra María Jessen: Bikarinn er á leiðinni norðurMaður verður að vera ánægður með þetta. Við spiluðum vel allan leikinn og megum vera stoltar.“ sagði hetja Þórs/KA, Sandra María Jessen eftir leik gegn Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst við eiga leikinn allan tímann og þetta var mjög sanngjarn sigur.“ Sandra María skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Katrínar Ásbjörnsdóttur. „Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega í svona stórum leikjum. Ekki verra að gera það með höfðinu, það er ekki oft sem ég geri það. Katrín gerði vel og gaf klassa sendinu sem fór beint á kollinn á mér.“ Sandra María er að jafna sig á erfiðum meiðslum en segist sjálf vera komin í fínt stand. Hún er einnig alveg handviss um það að bikarinn sé á leiðinni norður yfir heiðar. Þór/KA mun mæta Breiðablik í úrslitaleiknum. „Við ætlum að klára bikarinn í ár. Það er alveg klárt að hann er að koma til Akureyrar. Það er fínt að fá Breiðablik. Við förum eins í alla leiki og við ætlum að vinna þá. Skiptir engu á móti hverjum við spilum. Við ætlum okkur að vinna. Ég er 100% viss um það að bikarinn sé á leiðinni norður.“ sagði markaskorarinn kampakát að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira