Golf

Spilaði verr en jók forskotið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Brá er í góðri stöðu þegar keppni er hálfnuð.
Guðrún Brá er í góðri stöðu þegar keppni er hálfnuð. Mynd/Stefán
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hefur fjögurra högga forystu að loknum öðrum hring á Íslandsmótinu í höggleik á Korpúlfsstaðavelli.

Guðrún Brá, sem hafði tveggja högga forskot eftir fyrsta hringinn í gær, lék hringinn í dag á þremur höggum yfir pari. Halla Björk Ragnarsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem voru í öðru sæti í gær fataðist flugið í gær. Halla lék hringinn í dag á þrettán yfir pari og Ólafía á sjö yfir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL bætti sig hins vegar á milli daga og er komin í annað sætið á sex höggum yfir pari samanlagt. Hún deilir sætinu með Gunnhildi Kristjánsdóttur úr GKG. Sunna víðisdóttir úr GR náði áttum eftir slakan fyrsta hring. Sunna spilaði á tveimur undir pari og er í fjórða sæti á átta yfir samanlagt.

Stöðuna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×