Fótbolti

Lentu 0-2 undir en unnu leikinn 4-2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Mynd/NordicPhotos/Getty
Arnór Smárason og félagar í Helsingborg styrktu stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 útisigur í Íslendingaslag á móti IFK Gautaborg. Eftir leiki dagsins er Helsingborg með fimm stiga forskot í efsta sætinu.

Arnór Smárason spilaði fyrstu 68 mínúturnar fyrir Helsingborg og Hjálmar Jónsson hjá IFK var tekinn af velli á 87. mínútu.

IFK Gautaborg byrjaði leikinn vel og var komið í 2-0 eftir 26 mínútur. Robin Söder og Tobias Hysén skoruðu mörkin.

Loret Sadiku og David Accam skoruðu með þriggja mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-2 í hálfleik. Arnór endaði hálfleikinn á því að fá gult spjald eftir brot á landa sínum Hjálmari Jónssyni.

Mattias Lindström og David Accam tryggðu Helsingborg síðan sigurinn í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×