1.208 Porsche 911 bílar Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 10:15 Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent
Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent