Þýskar bílasölur mótmæla netsölu BMW á i3 Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 10:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3 er á leið á markað Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent