Beit eyrað af vininum í bílferð Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:15 Margt skrítið gerist á þjóðvegunum í Bandaríkjunm Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent