BMW selur meira í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 13:45 Frá samsetningarverksmiðju BMW í Kína Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent