Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður. Stokkseyrarmálið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira