Íslenski boltinn

Egill Atla hetja Leiknismanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egill Atlason skoraði sigurmark heimamanna.
Egill Atlason skoraði sigurmark heimamanna. Mynd/Valli
Leiknir skaust upp í fjórða sæti 1. deildar karla í knattspyrnu í dag með 3-2 heimasigri á BÍ/Bolungarvík.

Fyrri hálfleikur var markalaus en boðið var upp á markaveislu í á 24 mínútna kafla í síðari hálfleiknum. Henni lauk með því að Egill Atlason skoraði sigurmark heimamanna.

Sigurgeir Sveinn Gíslason í liði gestanna fékk að líta rauða spjaldið í viðbótartíma.

Með sigrinum eru Breiðhyltingar komnir í 4. sætið með 16 stig. Djúpmenn hafa 15 stig í 5.-6. sæti deildarinnar.

Leiknir 3-2 BÍ/Bolungarvík

1-0 Sjálfsmark

1-1 Gunnar Már Elíasson (60.)

1-2 Max Touloute (66.)

2-2 Vigfús Arnar Jósepsson (67.)

3-2 Egill Atlason (71.)

Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×