Mótorhjólamaður bjargar kaffibollanum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2013 09:15 Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent
Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent