Avis kaupir Payless bílaleiguna Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 15:15 Stærri bílaleigufyrirtækin eru að kaupa þau minni Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent
Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent